Laugardagsbloggið
Hæ,
Já kannski kominn tími á smá bloggedí blogg. Ég hef verið afskapleg þurr á manninn þessa dagana og öflugustu rakakrem hafa ekki dugað. Börnin mín hafa fundið vel fyrir því að pabbi er ekkert sérlega kátur. Það sem pirrar karlinn er verkfall leikskólakennara og peningaleysi. Bæði svo sem auðleysanlegt með samningum og nælonsokkabuxum. En já pirringur hefur verið nokkuð mikill.
En í dag svona um miðbik batnaði undirrituðum og held bara hreinlega að mér líði bara ágætlega. Sósuslettur, ló og leti undirritaðs hefur bara engin áhrif. Mér er slétt sama og bara ekkert pirraður. Hvað veldur þessum straumhvörfum kunnið þið að spyrja? Jú, ég fór í sund með börnin. Hér i bæ HC Andréssonar er fyrirbæri sem kallast "friluftsbad" eða á íslensku "útisundlaug" Þarna er hin myndarlegasta 25 metra laug með stökkpalli fyrir hæfilega geðveika upp í snarbrjálaða. Barnalaugar, handlaugar og guð má vita hvað. Ég undra mig á því að hafa búið hér í 4 ár og aldrei farið. Þarna fórum við í vatnsrennibraut og busluðum í vatni hitað upp af sólinni einni saman. Ekkert of heitt sko, en þetta vandist fljótt.
Á meðan ég lá svo á grasinu og naut sólarinnar þá bara leið úr mér allur pirringur. Þá vitið þið það.
Á morgun er stefnan sett á suður Fjón með Demantsgenginu og finna sér eitthvað afdrep í náttúrunni til að leika, grilla fyllta þarma og sóla sig.
Ég kveð í bili og þakka þeim sem lásu.
Arnar Thor
Já kannski kominn tími á smá bloggedí blogg. Ég hef verið afskapleg þurr á manninn þessa dagana og öflugustu rakakrem hafa ekki dugað. Börnin mín hafa fundið vel fyrir því að pabbi er ekkert sérlega kátur. Það sem pirrar karlinn er verkfall leikskólakennara og peningaleysi. Bæði svo sem auðleysanlegt með samningum og nælonsokkabuxum. En já pirringur hefur verið nokkuð mikill.
En í dag svona um miðbik batnaði undirrituðum og held bara hreinlega að mér líði bara ágætlega. Sósuslettur, ló og leti undirritaðs hefur bara engin áhrif. Mér er slétt sama og bara ekkert pirraður. Hvað veldur þessum straumhvörfum kunnið þið að spyrja? Jú, ég fór í sund með börnin. Hér i bæ HC Andréssonar er fyrirbæri sem kallast "friluftsbad" eða á íslensku "útisundlaug" Þarna er hin myndarlegasta 25 metra laug með stökkpalli fyrir hæfilega geðveika upp í snarbrjálaða. Barnalaugar, handlaugar og guð má vita hvað. Ég undra mig á því að hafa búið hér í 4 ár og aldrei farið. Þarna fórum við í vatnsrennibraut og busluðum í vatni hitað upp af sólinni einni saman. Ekkert of heitt sko, en þetta vandist fljótt.
Á meðan ég lá svo á grasinu og naut sólarinnar þá bara leið úr mér allur pirringur. Þá vitið þið það.
Á morgun er stefnan sett á suður Fjón með Demantsgenginu og finna sér eitthvað afdrep í náttúrunni til að leika, grilla fyllta þarma og sóla sig.
Ég kveð í bili og þakka þeim sem lásu.
Arnar Thor
Ummæli